Inside Out
Inside Out
Fallegt veggspjald frá sænsku listakonunni Anna Bülow.
Veggspjaldið er fallegt og stílhreint og segir margar sögur.
Þetta er ein af hennar þekktari myndum og má m.a. sjá hana hjá nokkrum af vinsælustu innanhússhönnunar Instagram-stjörnunum.
Það passar vel nánast hvar sem er, á vegg eða hillu, heima eða í vinnuumhverfi.
Veggspjaldið er framleitt í takmörkuðu upplagi og er handmerkt og númerað af listakonunni.
Veggspjaldið er í stærð 50x70 cm og er prentað á þykkan og vandaðan 240 gr. mattan pappír.
Pappírinn er framleiddur í Svíþjóð, hjá Lessebo Bruk. Sú verksmiðja skorar einna hæst í þeim iðnaði, þegar kemur að því að vera umhverfisvænn og hvað varðar kolefnislosun.
Veggspjaldið er afhent í pappahólki.
---
Anna Bülow (fædd 1975) er sænsk listakona, sem býr og starfar í Noregi.
Anna málar falleg listaverk og gerir eftir þeim listprentanir og eru verk hennar fáanleg í listaverslunum um allan heim, og nú loks á Íslandi.
Anna segir: "Við fyrstu sýn á verkum mínum mætti halda að ég sé að reyna að mála "hið fullkomna". En það er í raun hið gagnstæða - fegurðin sem ég leita að hefur ekkert að gera með tilraunir nútímans til að uppfylla eða passa í tiltekin form eða lögun. Andlit mín eru einfaldlega verkfæri í skoðun á samskiptum, jafnvægi og innihaldi".
Fegurðin sem felst í því að taka lífið alvarlega. Að þora að vera viðkvæmur. Hin hljóðu samskipti fólks. Þetta eru nokkur dæmi um það sem kveikir í sköpun Önnu og má ítrekað sjá í verkum hennar. Verk hennar er full af táknum og hvert verk felur í sér, og segir margar sögur.
"Listin mín eru sögur frá lífinu. Augnablik sem ég þarf að muna. Augnablik sem ég get ekki gleymt."
Eftir að hafa verið að mála í meira en 20 ár, þar sem Anna hefur gert tilraunir með mismunandi form, eru verk hennar núna á milli þess að vera abstrakt og myndræn. Blanda þessara tveggja stíla gera verk hennar bæði nútímaleg en á sama tíma eiginlega tímalaus. Notkun hennar á litum er látlaus og takmörkuð, en ná samt að sýna mikla tjáningu.
Verk Önnu eru vel metin um allan heim og má finna í völdum innanhússhönnunar verslunum og galleríum. Þau eru einnig oft notuð af leiðandi innanhúss hönnuðum, arkitektum og stílistum.
---
Er veggspjaldið ekki til? Sendu okkur tölvupóst á hallo@svartarfjadrir.is með nafni veggspjaldsins og við látum þig vita þegar það kemur í sölu.
Þetta veggspjald er framleitt í takmörkuðu upplagi, kemur merkt og númerað af listakonunni.